Handbók stjórnarmanna komin út

12. desember 2013

Önnur útgáfa Handbókar stjórnarmanna er komin út. KMPG gefur út bókina sem er unnin í samstarfi við Samtök fjármálafyrritækja, Landssamtök lífeyrissjóða, NASDAQ OMX Iceland hf., Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands.

Í nýju útgáfunni er ítarlegri umfjöllun um t.d. áhættustjórnun, stefnumótun og sviðsmyndir, árangursmat stjórnar, rafrænar stjórnarvefgáttir, aðgerðir í kjölfar hluthafafunda og hvernig haga eigi skattlagningu þóknunar fyrir stjórnarstörf. Bókin kom fyrst út fyrir þremur árum og fékk það mjög góðar viðtökur. Markmiðið með útgáfunni var að taka saman á einn stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna og samkvæmt fréttatilkynningu frá KPMG hefur reynslan sýnt að handbókin nýtist bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref sem stjórnarmenn og þeim sem hafa mikla reynslu af stjórnarstörfum.

Frekari upplýsingar um Handbók stjórnarmanna má finna hér á heimasíðu KPMG.