Gátlisti vegna tölvuöryggis

09. september 2014

Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli á gátlista fyrir tölvuöryggi vegna fregna um tilrauna tölvuþrjóta til þess að komast yfir aðgangsorð að netbönkum.

Í gær bárust fréttir af tilraunum tölvuþrjóta til að komast yfir aðgangsorð viðskiptavina íslenskra banka að heimabönkum þeirra. Tölvupóstar voru sendir til Íslendinga frá netföngum sem líktust netföngum íslenskra banka. Í póstinum er tengill inn á sýndarvefsíðu sem sögð er vera  netbanki viðkomandi fjármálafyrirtækis og viðtakendur hvattir til að skrá sig inn. Samtök fjármálafyrirtækja vilja brýna fyrir viðskiptavinum fjármálafyrirtækja að gæta vel að sér þegar kemur að slíkum tölvupóstsendingum og ítreka að aðildarfélög SFF senda aldrei út pósta þar sem farið er fram á að viðtakandi gefi upp auðkenni sín.

Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja er að finna upplýsingar um öryggismál fyrir viðskiptavini sem og gátlista fyrir tölvuöryggi sem gott er að kynna sér. Gátlistann má finna hér.