Gátlisti um tölvuöryggi

03. desember 2012

Svona lítur glugginn út sem sprettur upp. Myndin er tekin af vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilefni aðvaranna um að að notendur heimabanka hafi fengið sprettiglugga þar sem óskað er eftir  upplýsingum um kreditkort viðkomandi, þar á meðal öryggisnúmer og pin númer kortsins, er rétt að brýna fyrir viðskiptavinum að bankar og sparisjóðir biðja aldrei um slíkar upplýsingar gegnum netið. Þarna er því um svikastarfsemi að ræða. Það hefur ávallt verið forgangsverkefni íslenskra fjármálafyrirtækja að tryggja öryggi viðskiptavina sinna. Samtök fjármálafyrirtækja hafa í þessu skyni sett saman þrjá stutta gátlista með helstu atriðum sem hafa ber í huga til að vernda aðgangsupplýsingar. Með því að hafa þessi atriði ávalt í huga getur þú hjálpað okkur að tryggja öryggi fjármuna þinna. Gátlistinn er aðgengilegur hér.