Frestur til endurútreiknings framlengdur

02. september 2010

Fjármálaeftirlitið hefur veitt fjármálafyrirtækjum lengri frest til að endurútreikna lán með óskuldbindandi gengistryggingarákvæðum til viðskiptavina sinna á grunni sameiginlegra tilmæla FME og Seðlabanka Íslands frá 30. júní sl. Í upphaflegu tilmælunum var mælst til þess að endurútreikningum ætti að vera lokið eigi síðar en 1. september 2010. Nú hefur þessi frestur verið framlengdur og miðast við að endurútreikningi verði lokið eigi síðar en 1. október næstkomandi.