Fræðslufundur um umboðsmann skuldabréfaeigenda

02. maí 2011

SFF settu á síðasta ári á stofn sérstakan verðbréfahóp sem skilaði janúar 2011 af sér skýrslu með tillögum til úrbóta á ýmsu er snýr að verðbréfamarkaðnum. Ein af tillögum hópsins er að skoða möguleikann á að koma upp umboðsmanni skuldabréfa hér á landi til að  að auka skilvirkni og traust á skuldabréfamarkaðinum. NT er félag sem var stofnað 1993 í kjölfar bankakreppunnar í Noregi. Á þeim tíma var talið nauðsynlegt að setja á laggirnar óháðan aðila til að gæta hagsmuna kröfuhafa gagnvart lántökum á norskum skuldabréfamarkaði til að auka tiltrú fjárfesta. NT er í eigu helstu þátttakenda á norskum skuldabréfamarkaði svo sem banka, líftryggingarfélaga, verðbréfafyrirtækja og stofnanafjárfesta. Í flestum skuldabréfaútgáfum í Noregi er tilnefndur umboðsmaður skuldabréfaeigenda. Sjá nánar.

Fundurinn var mjög vel sóttur og gáfu framsögumenn  þeim hérlendu aðilum sem málið varðar góða innsýn í norska fyrirkomulagið. SFF munu á næstunni kanna áhuga þátttakenda á íslenskum skuldabréfamarkaði á því að koma um sambærilegu fyrirkomulagi hér á landi. Meðfylgjandi eru glærur frá fundinum.