Fjármálageirinn og samkeppnishæfni: SFF-dagurinn 2014

20. nóvember 2014

SFF-dagurinnn verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember. Dagurinn verður helgaður því hvað fjármálageirinn getur gert til þess að efla samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins þannig að hann geti lagt sitt að mörkum til að ná markmiði Samtaka atvinnulífsins um að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan tíu ára. Á sjö árum hefur Ísland fallið um 25 sæti á lista IMD yfir samkeppnishæfni þjóða, úr 4. sæti árið 2006 í 29. sæti á síðasta ári. Helstu samanburðarlöndin hafa stungið Ísland af.

Á fundinum munu sérfræðingar frá Oliver Wyman og Deutsche Bank fjalla um samkeppnisfærni íslenska fjármálageirans og hagkerfisins í heild í alþjóðlegum samanburði og kynnt verður greining um fjármálageirann sem efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins hefur unn kynnt.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér en skrá verður þátttöku með því að senda staðfestingu á netfangið sff@sff.is.