Fjármálafyrirtæki greiða 20 milljarða í sérstaka skatta

18. september 2015

Rekstrarafgangur ríkissjóðs á næsta ári er tilkominn vegna skattahækkana og fjármála- og sjávarútvegsfyrirtæki greiða mun hærri skatta en önnur fyrirtæki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu efnahagssviðs SA á fjárlagafrumvarpinu. Samkvæmt greiningunni munu aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja greiða 20 milljarða í sérstaka skatta til viðbótar við tekjuskatt og önnur gjöld.

Í greiningunni kemur einnig fram að skattahækkanir stjórnvalda í kjölfar efnahagskreppunnar skili nú miklum tekjum vegna aukinna umsvifa og skattbyrði fyrirtækja og heimila hefur aukist. Þannig er áætlað að nýir fyrirtækjaskattar frá árinu 2008 skili ríkissjóði 85 mö.kr. í viðbótartekjur á árinu 2016. Greining efnahagssviðsins er aðgengileg hér á heimasíðu SA.