Fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla lokið

29. desember 2010

Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Svarfdæla við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður.
Með undirritun samnings við Seðlabanka Íslands þann 21. desember  sl. og staðfestingu um að öll skilyrði samningsins séu uppfyllt af hálfu Sparisjóðs Svarfdæla er stórt skref stigið í fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins. Jafnframt uppfyllir Sparisjóðurinn nú öll skilyrði Fjármálaeftirlitisins.

Sjóðurinn varð eins og flest allar fjármálastofnanir landsins fyrir miklu eignatjóni í fjármálahruninu en strax var hafist handa við að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins. Við undirritun samningsins eignaðist Seðlabanki Íslands 90% af stofnfé Sparisjóðsins. Stofnfjárhluturinn verður síðan framseldur Bankasýslu ríkisins sem þar með verður stærsti einstaki stofnfjáreigandi sjóðsins.