Evrópsku bankasamtökin fagna sameiginlegu eftirliti

13. desember 2012

Höfuðstöðvar ECB.

Evrópsku bankasamtökin fagna niðurstöðu fundar fjármálaráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins í dag. Á fundinum náðist samkomulag um hvernig verður staðið að sameiginlegu bankaeftirliti innan Evrópusambandsins, Single Supervisory Mechanism (SSM). Samkvæmt samkomulaginu mun Evrópski seðabankinn sjá um eftirlitið og er stefnt að því að það verði virkt ekki seinna en 1. Mars 2014. Evrópsku bankasamtökin fagna samkomulaginu og fram kemur í fréttatilkynningu samtakana að það sé mikilvægt skref í átt að boðuðu bankabandalagi ESB. Í tilkynningunni er sérstök áhersla lögð á að Evrópski seðlabankinn hafi eftirlit með öllum bönkum á evrusvæðinu en samkomulagið gerir hinsvegar ráð fyrir að hann muni hafa eftirlit með bönkum sem eru með efnahagsreikning sem er stærri en 30 milljarðar evra eða þá stærri en 20% af landsframleiðslu síns heimalands.


Í tilkynningunni lýsa Evrópsku bankasamtökin stuðningi við þá niðurstöðu að gert sé ráð fyrir aðkomu aðildarríkja sem tilheyra ekki myntbandalaginu að hinu sameiginlega bankaeftirliti.
Fréttatilkynningu Evrópsku bankasamtakana má nálgast hér.