Endurskipulagningu Sparisjóðs Þórshafnar lokið

29. desember 2010

Samningur um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Þórshafnar við Seðlabanka Íslands hefur verið undirritaður og skilyrði hans uppfyllt.

Með undirritun samnings við Seðlabanka Íslands þann 21. desember  sl. og staðfestingu um að öll skilyrði samningsins væru uppfyllt af hálfu Sparisjóðs Þórshafnar er fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins lokið. Þeir aðilar sem  koma að endurskipulagningu Sparisjóðsins eru auk Seðlabankans, Byggðastofnun og Tryggingasjóður sparisjóða.

Stofnfjárhlutur Seðlabankans og Byggðastofnunar verður framseldur til Bankasýslu ríkisins sem mun fara með um 76% eignarhlut í sjóðnum.