Endurmenntun vottaðra fjármálaráðgjafa

03. nóvember 2015

Vottaðir fjármálaráðgjafar

Samkvæmt reglum um endurmenntun vottaðra fjármálaráðgjafa þurfa þeir sem hlotið hafa vottun að viðhalda fræðilegri þekkingu, faglegri hæfni og faglegum gildum sem vottunin krefst. Vottaður fjármálaráðgjafi þarf því að sýna fram á að hann uppfylli endurmenntunarkröfurnar innan þriggja ára eftir útskrift áður en vottunnin er endurnýjuð. Hægt er að nálgast eyðublað sem heldur um endurmenntunina hér á heimasíðunni.

Fyrstu vottuðu fjármálaráðgjafarnir útskrifuðust fyrir fjórum árum og frá þeim tíma hafa um 150 starfsmenn banka og sparisjóða hlotið slíka vottun. Frekari upplýsingar um nám til vottunar fjármálaráðgjafa má finna hér.