Ekki bara kaffi og kruðerí

28. október 2015

Um fjörtíu starfsmenn aðildarfélaganna sóttu málstofu um Solvency II tilskipunina sem SFF stóðu fyrir í morgun. Á málstofunni flutti Hrafnhildur S. Mooney, sérfræðingur í stjórnarháttum hjá Fjármálaeftirlitinu, erindi sem hún nefndi „Solvency II – ekki bara kaffi og kruðerí“. Erindi Hrafnhildar fjallaði um auknar kröfur er varða stjórnarhætti vátryggingafélaga í nýju frumvarpi til laga um vátryggingastarfsemi.

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um starfsemi vátryggingafélaga sem ætlað er að leysa af hólmi lög nr. 56/2010, um  vátryggingastarfsemi. Efni þess byggir á Solvency II-tilskipun Evrópusambandsins, um stofnun og starfrækslu vátryggingafélaga. Stjórnvöld stefna að því að leggja frumvarpið fram á haustþingi og það verði að lögum í janúar 2016.

Gagnleg umræða spratt upp á málstofunni að loknu erindi Hrafnhildar þar sem meðal annars var rætt um áhrif gildistöku Solvency II á íslensk tryggingafélög og samskipti þeirra við Fjármálaeftirlitið vegna hennar.

Glærurnar sem fylgdu erindi Hrafnhildar er að að finna í gagnasafni heimasíðunnar og má nálgast hér.