Capcent Glacier fær aðild að SFF

03. desember 2009

Stjórn SFF hefur staðfest aðild Capacent Glacier hf. að Samtökum fjármálafyrirtækja. Með aðild að SFF verður Capacent Glacier einnig beinn aðili að Samtökum atvinnulífsins. Capacent Glacier er með aðsetur að Borgartúni 27 og forstjóri þess er Magnús Bjarnason. Capacent Glacier fékk 14. ágúst 2009 starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu sem verðbréfafyrirtæki og er með fjárfestingarráðgjöf að aðalstarfsemi. SFF bjóða nýtt aðildarfélag velkomið.