Ásökunum Hagsmunasamtaka heimilanna vísað á bug

16. janúar 2013

Samtök fjármálafyrirtækja vísa alfarið á bug ásökunum Hagsmunasamtaka heimilanna um að SFF hafi farið út fyrir heimildir Samkeppniseftirlitsins með þátttöku sinni í samráðshópi vegna gengisdóms Hæstaréttar nr. 600/2011. SFF fylgdu í einu og öllu fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins um aðkomu samtakana að samstarfinu. Í fréttatilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna er ekki að finna nein rök fyrir tilhæfulausum ásökunum um að SFF hafi farið út fyrir heimildir sínar.