Ársrit SFF 2012 er komið út

01. nóvember 2012

Ársrit Samtaka fjármálafyrirtækja árið 2012 er komið út. Ritið ber yfirskriftina Leikreglur til framtíðar. Í ritinu er gert grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað á regluverki fjármálamarkaða beggja vegna Atlantsála á undanförnum árum og fjallað um þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um framtíðaskipan fjármálakerfa á Íslandi, meginlandi Evrópu, Bretlandi og í Bandaríkjunum.