Annáll ársins 2009

09. janúar 2010

Janúar

 • FME tilkynnir að alþjóðlega fyrirtækið Deloitte LLP hafi verið fengið til að ljúka mati á eignum og skuldum NBI, Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings. Gert er ráð fyrir að matið taki lengri tíma en upphaflega var áætlað.
 • Jónas Fr. Jónsson forstjóri FME og Jón Sigurðsson stjórnarformaður FME segja af sér. Ragnar Hafliðason stýrir FME meðan leitað er nýs forstjóra.

Febrúar

 • Fyrsta dag febrúarmánaðar tekur minnihluta ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar, með stuðningi Framsóknarflokksins, við af stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Samhliða er ákveðið að boða til Alþingiskosninga 25. apríl.
 • Höfuðstöðvar TM fluttar að Síðumúla 24.
 • Birt skýrsla nefndar stjórnvalda um endurreisn fjármálakerfisins undir forystu Mats Josefssonar.
 • Ásmundur Stefánsson ráðinn bankastjóri NBI, tekur við af Elínu Sigfúsdóttur.
 • Nýi Glitnir skiptir um nafn og tekur upp hið gamalkunna nafn Íslandsbanki.
 • Viðskiptaráðuneytið beinir tilmælum til fjármálafyrirtækja að þau framlengi frystingu myntkörfulána.
 • Lögum um Seðlabankann breytt, peningastefnunefnd komið á fót og bankastjórn lætur af störfum. Nýr seðlabankastjóri, Svein Harald Øygard, skipaður tímabundið.

Mars

 • FME á grundvelli neyðarlaganna tekur yfir Straum-Burðarás fjárfestingarbanka, SPRON og Sparisjóðabanka Íslands og skipar skilanefndir yfir þeim.
 • Innlán Straums flutt yfir til Íslandsbanka, innlán SPRON til Nýja Kaupþings og greiðslumiðlun Sparisjóðabankans flutt til Seðlabanka Íslands.
 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 18% í 17%.
 • Stjórnvöld tilkynna áætlanir um endurskipulagningu sparisjóðakerfisins til að treysta rekstur sparisjóða um land allt.
 • Ríkisstjórnin áréttar að innstæður eru að fullu tryggðar í banka- og sparisjóðakerfinu.
 • Gengið frá samkomulagi um endurgreiðslu veðkrafna við Saga Capital og VBS sem ríkissjóður yfirtók af Seðlabanka Íslands.
 • MP Banki nær samkomulagi við skilanefnd SPRON um kaup á netbanka og útibúaneti SPRON.
 • Kaupþing líftryggingar skipta um nafn og verða OKKAR líftryggingar.
 • Skýrsla finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännäri fyrir íslensk stjórnvöld um reglur og eftirlit með bankastarfsemi birt.

Apríl

 • Gunnar Þ. Andersen ráðinn forstjóri FME.
 • Stjórnvöld, SFF, Íbúðalánasjóður, Landssamtök lífeyrissjóða og skilanefnd SPRON undirrita samkomulag um greiðsluerfiðleikaúrræði, skilmálabreytingar og greiðslujöfnun á gengistryggðum fasteignalánum.
 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 17% í 15,5%.
 • Deloitte LLP lýkur verðmati eigna og skulda sem fluttar voru úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Íslandsbanka, NBI og Nýja Kaupþings.

Maí

 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 15,5% í 13%.
 • Samfylking og Vinstri grænir mynda nýja ríkisstjórn eftir að hafa fengið meiri hluta atkvæða í Alþingiskosningum 25. apríl.
 • MP Banki opnar nýtt útibú í Borgartúni.
 • SFF dagurinn haldinn 14. maí með þátttöku Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, Franek Rozwadowski fastafulltrúa IMF, Gunnars Þ. Andersen forstjóra FME og finnska bankasérfræðingsins Kaarlo Jännäri .
 • TM-Líf gerist aðili að SFF.
 • Viðskiptabankarnir stofna eignaumsýslufélög til að fara með eignir sem þeir þurfa að leysa til sín. NBI stofnar Vestia og Regin, Nýja Kaupþing stofnar Eignarsel og Landfestar og Íslandsbanki stofnar Miðengi.

Júní

 • Angantýr Valur Jónasson ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, tekur við af Geirmundi Kristinssyni.
 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 13% í 12%.
 • Seðlabankinn setur nýjar reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann.
 • Askar Capital lýkur fjárhagslegri endurskipulagningu. Nýir hluthafar taka við rekstri.
 • Íslensk stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins skrifa undir stöðugleikasáttmála um endurreisn efnahagslífsins.
 • Már Guðmundsson skipaður seðlabankastjóri.
 • Gunnar Karl Guðmundsson ráðinn forstjóri MP banka, tekur við af Styrmi Þór Bragasyni.

Júlí

 • FME skipar bráðabirgðastjórn yfir SPM.
 • Ríkissjóður tekur þátt í endurskipulagningu Sjóvár.
 • Auður Capital flytur í nýjar höfuðstöðvar í Borgartúni 29.
 • Stjórnvöld ná samkomulagi við skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbanka um hvernig staðið verður að uppgjöri milli gömlu og nýju bankanna.
 • Ríkisstjórnin samþykkir áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta.

Ágúst

 • Fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings tryggð með samkomulagi ríkisstjórnar og hluthafafunda um uppgjörssamninga milli gömlu og nýju bankanna.

September

 • Ríkisstjórnin birtir eigendastefnu sína fyrir eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
 • Bankasýslu ríkisins komið á fót og Þorsteinn Þorsteinsson skipaður stjórnarformaður.
 • FME heimilar yfirfærslu á vátryggingastofni Sjóvár til SA-trygginga til að tryggja réttindi viðskiptavina.
 • FME birtir sjónarmið um mikilvægi bankaleyndar.
 • Íslandsbanki birtir stofnefnahagsreikning.

Október

 • Føroya Banki eignast meirihluta í Verði tryggingum.
 • Samkomulag stjórnvalda við skilanefnd Landsbanka Íslands um uppgjörssamning milli gamla og nýja bankans.
 • Kröfuhafar samþykkja að eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka.
 • Íslensk stjórnvöld kynna samning við bresk og hollensk stjórnvöld um Icesave-lánafyrirkomulag.
 • AGS lýkur fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands.
 • Gjaldeyrishöftum aflétt á innstreymi gjaldeyris vegna nýrra fjárfestinga.
 • Stjórnvöld, SFF og aðildarfélög, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir undirrita samkomulag um beitingu greiðslujöfnunar fasteignaveðlána með þaki á lengingu lánstíma og samkomulag um beitingu greiðslujöfnunar fyrir verðtryggð bílalán og bílasamninga í erlendri mynt.
 • SFF og aðildarfélög, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir undirrita samkomulag um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun einstaklinga.

Nóvember

 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 12% í 11%.
 • Nýja Kaupþing skiptir um nafn og verður Arion banki.
 • Arion banki birtir stofnefnahagsreikning.
 • SPM fær samþykkta nauðasamninga í stað slitameðferðar.
 • Jón Finnbogason ráðinn sparisjóðsstjóri Byrs, tekur við af Ragnari Z. Guðjónssyni.

Desember

 • Kröfuhafar samþykkja að eignast 87% hlutafjár í Arion banka.
 • Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir úr 11% í 10%.
 • MP Banki flytur í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla 13A.
 • Stjórnvöld tilkynna að mikilvægum áfanga sé náð í fjárhagslegri endurskipulagningu Byrs.
 • Kröfuhafar samþykkja að eignast 19% hlut í NBI.
 • NBI birtir stofnefnahagsreikning.
 • Stjórnvöld tilkynna að endurreisn viðskiptabankanna sé lokið með hlutafjárframlagi ríkissjóðs og skilanefnda.
 • Hluthafundur Saga Capital samþykkir áform um endurskipulagningu á efnahagsreikningi bankans í samræmi við samkomulag við ríkissjóð.
 • Samkeppniseftirlitið setur samkeppnisleg skilyrði fyrir samruna Kaupþings banka og Arion banka, og yfirtöku Glitnis á Íslandsbanka.
 • Capacent Glacier hf. gerist aðili að SFF.
 • Lánasjóður sveitarfélaga ohf. gerist aðili að SFF.
 • Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á skuldum samþykkt á Alþingi.