Ákvörðun FME um yfirtöku NBI á SpKef

05. mars 2011

Á grundvelli heimildar í VI. ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki hefur stjórn Fjármálaeftirlitsins á fundi sínum í dag tekið ákvörðun sem felur í sér að NBI hf. tekur yfir rekstur, eignir og skuldbindingar Spkef sparisjóðs með þeim hætti að Spkef sparisjóður verður sameinaður NBI hf. Um er að ræða samruna án skuldaskila þannig að Spkef sparisjóður er sameinaður NBI hf. með yfirtöku eigna og skulda og sparisjóðnum slitið.

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins varðandi Spkef sparisjóð má nálgast hér.

Fréttatilkynningu FME má einnig nálgast hér.