Áhugaverður morgunverðarfundur framundan

24. maí 2013

Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli starfsmanna aðildarfélaganna á morgunverðarfundi sem Creditinfo býður viðskiptavinum sínum til miðvikudaginn 29. maí á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er: Hvernig getur reynsla breskra fjármálafyrirtækja af notkun lánshæfismats gagnast þér?

Gestir fundarins verða þeir Gareth Adams, sem er yfirmaður Retail and Commercial Modelling hjá Royal Bank of Scotland, og Paul Randall, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo International í Þýskalandi. Þeir hafa báðir mikla reynslu af áhættustjórnun og þróun lánshæfislíkana (e. Scoring modelling). Gareth Adams á farsælan feril að baki í fjármálaheiminum og stýrir nú þróun lánshæfislíkana fyrir neytendamarkað hjá RBS. Paul Randall hefur áralanga reynslu sem ráðgjafi við þróun lánshæfislíkana fyrir fjármálafyrirtæki í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku og hefur meðal annars unnið með Experian, Equifax, Cooperative Bank og Scorex

Nýverið tóku gildi hér á landi nú lög um neytendalán sem kveða á um ábyrgð lánveitenda ef lán er veitt til aðila sem er ólíklegur til að geta staðið undir skuldbindingum sínum. Í ljósi þess að breski lánamarkaðurinn er einn sá þróaðisti í heiminum og á sér langa sögu um notkun lánshæfismats hefur Creditinfo fengið þessa sérfræðinga til að miðla af reynslu sinni.

Auk þeirra Adams og Randall mun Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi flytja erindi um lánshæfismat samkvæmt nýjum lögum um neytendalán.


Fundurinn hefst 8:45 og stendur til 10:10. Hægt er að skrá komu á fundinn hér.