Margrét til liðs við SFF

Margrét Arnheiður Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðinn til Samtaka fjármálafyrirtækja. Margrét útskrifaðist sem Cand. Jur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2013.  Margrét hefur reynslu af vátryggingastarfsemi og regluvörslu en hún starfaði sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra VÍS og við regluvörslu fyrir félagið frá árinu 2011 til ársins 2018. Margrét starfaði auk þess  við lögfræðistörf í stjórnsýslunni frá útskrift og þar til hún hóf störf fyrir VÍS

Fjármálaráðgjafar vottaðir í áttunda sinn

Fimmtudaginn 16. maí útskrifuðust 18 starfsmenn aðildarfélaga SFF úr vottunarnámi fjármálaráðgjafa Þetta er í áttunda sinn sem fjármálaráðgjafar hljóta vottun. Nú hafa hátt í 300 starfsmenn í einstaklingsráðgjöf banka og sparisjóða lokið námi til vottunar fjármálaráðgjafa.